Flestar kindur í Egilsstaðakoti eru keyrðar í afrétt í byrjun júlí ár hvert. Í ár voru 515 hausum keyrt í afréttinn sem er staðsettur upp með Stóru-Laxá að austanverðu og nær hann allaleið inn að Hofsjökli. Það gerir það að verkum að einu lengstu göngur á landinu eru hjá okkur. Fyrstu menn sem fara af stað í smalamensku fara ríðandi af stað á miðvikudagi 10 dögum fyrir réttir, þeir fara og smala með skeiðamönnum og Gnúpverjum innvið Hofsjökul og er sú leit kölluð Sandleit enda ekki mikil gróður að sjá á stórum svæðum en það þarf samt að fara yfir svæðið því að það geta verið eh flökku kindur á ferð. Næstu menn fara af stað á föstudagi og hitta þeir sandleitara og smala þeir norðurleit saman á sunnudagi. Þá fara fitjara af stað á mánudagi úr réttum og tangamenn á þriðjudagi. fitjarar hitta norðurleitara og smala með þeim á miðvikudagi frá Sultarfit niður í Hallarmúla en tangamenn smala samsíða þeim og hittast allir síðan í hallarmúla á miðvikudagskvöldi og eru þá komnir saman 20 smalar að minstakostu en oft eru eh aukamenn, flest hafa verið 26 á fjalli fyrir flóamenn. Síðasta smaladaginn er smalað niður í Skáldabúðir á safngerði sem er þar. Á föstudegi er síðan rekið niður Gnúpverjahrepp og niður í Reykjaréttir og réttað þar á laugardegi. Flestir keyra síðan féð heim á vögnum úr rétunum en þó eru nokkrir sem reka heim, það eru þá helst þeir sem fara stutt.