Hesta 2013

Starkar frá Egilsstaðakoti

sumarið senn á enda og haustið farið að láta til sín taka

Nú þegar daginn fer að styttast og rigningarnar dynja á rúðunni fara smalar með fiðring í maga að hugsa til fjallferða. Réttað verður í skeiðaréttum laugardaginn 14. sept. Við í Egilsstaðakoti rákum um 640 kindur og lömb á fjall og að auki eru tæp 400 frá Egilsstöðum 2 og Mjósydi á fjalli en við hjálpumst að í þessu. Þannig að það er í nógu að snúast á réttardaginn og öll hjálp vel þeginn :) Síðan á sunnudegium er uppáhalddagur ársins þegar við förum í gegnum féð. Þrátt fyrir að réttarpartýið sé rétt ný hætt erum við vöknuð um 8 og rekum inn og vigtum allt féð ærnar teknar frá, athugað hvort einhver óskil séu (fé frá ókunnugum) lömbin þukluð, skoðuð og ásetningur gróflegavalinn.

 

Heimilis fólkið í Egilsstaðakoti óskar vinum og velunnurum Gleðilegra jóla

 og farsældar á komandi með þökk fyrir árið

Sauðfjárrækt í sátt við land og þjóð

Hrúta- og lambadómar

Á mánudaginn 24. sept  fór fram hrúta- og lambadómar í Egilsstaðakoti.

Dæmdar voru 103 gimbra að meðal þyngd 38,3kg 26,9mm bakvöðva, 2mm fitu og 4,3 í lögun 8,4 fyrir frampart, 17,2 í læri og 7,9 fyrir ull.hæðst dæmdist gimbur númer 384 undan Hergil sæðingarhrút og Pink 44kg 31mm ómvöðva 2 fitu og 5 lögun 8,5 frp. 18,5 læri og 8 ull.

Dæmdir voru 14 lambhrútar að meðalþyngd 46,5kg með 29,5mm bakvöðva 2,1 í fitu og 4,7 í lögun 8-8,3-8,7-8,5-8,7-17,6-7,8-8-8,1 heildarstig 83,7stig hæðst dæmdist kollóttur hrútur númer 3 undan Stera sæðingarhrút og Veislu 54kg 31mm ómvöðva 3fitu og 5 lögun  8-8,5-8,5-8,5-9-18-8,5-8-8,5 alls 85,5 stig

Dómarnir fara þannig fram að lömbinn eru vigtuð, mældur á þeim bakvöðvinn með ómsjá, mæld er bakvöðva þykt og vitu lagið ofaná hryggnum og dæmd hversu vel vöðvin heldur sér á mælikvarðanum 1-5 og kallast það lögun. Slakur bakvöðvi er eins og gólflisti en góður líkist 2X4″ spítu og er það þá 5 í lögun. Næst er þá mælt legglengd, með því að verið að átta sig á stærð hrútsins æskileg legglengd á lamba sé 104-110 en á veturgömlum hr 110-120. síðan eru hrútar dæmdir eftir farandi:

Haus á mælikvarða 6-8 eðlilegur haus fær 8 en dregið niður ef um galla er að ræða.

Háls og herðar, og brjóst og útlögur, þessa tvo þætti er hort á með vissu samhengi. Frampartur er metin fyrst í heild sinni og síðan skipt niður þannig að hægt sé að lísa sem best hvar kostir og gallar koma fram í bygginguni. haft er til tilsjónar hve feit lambið er. dæmt er á skallanum 6,5-10, 8 er ásætanlegt til ásetnings og 10 er einhvað sem varla sérst.

Bak við stigun á baki er helst horft til ómmælingar og stigun á lögun bakvöðvans einig er bakið þuklað og metið hvernig  átak er á því. Lamb sem mælist með 30mm bakvöðva og 1,2mm í fitu 4,5 í lögun gæti verið að fá um 8,5 í bakvöðva og þykir nokkuð gott.

Malir, þá er verið að tala um frá hrygg niður að dindil og má segja að það sé hluti af lærum. Eins og með aðra þætti þarf að huga vel að ekki sé um fitupung að ræða og ofdæmt eftir því. dæmt á kvarð 6,5-10

Læri vafalaust veigamesti þátturinn í ásetnigsvali lamba og er því haft tvöfalt vægi á þeim lið dæmt á skala 14,5-20 og þykir þar vera æskilegt að ná 17 til að vera hæft til ásetnig, 20 er einhvað sem varla sést

Ull Fyrir þennan eiginleika skal helst miðavið að ásetnigur nái 8 þó er minna horft til þessa eiginleika en annara dæmt á skala 6,5 til 10. sjaldan dæmt hærra en 9

Fætur hér er dæmt eins og með haus, hæðst er dæmt 8 og síðan dregið niður eftir göllum ásetningur skal ætíð hafa 8 aðan á umsvifalaust að fara í slátrun

Samræmi er samansafn eiginleiki sem ekki er dæmt í öðrum þáttum en rétt að horfa á þegar val á ásetnigi á sérstað 8 er ásætanlegt lamb gallalaust, dregið er niður ef um stutt, vemdlömb er að ræða en bollöng og gerðamikil lömb fá hærri einkunn

Hæðst geta heildarstig orðið 96 stig en það er líka einhvað sem ekki þekkist hæðst hafa lömb farið í 90 stig og þikir það afbragð algengt er að lömb stigist í 80-85 stig og umfram það eru afbragðsgripir

Gimbrar eru dæmdar í fjórum liðum, frampartur, bak, læri og ull skallin er sá sami og á hrútunum.

Réttir og göngur

Nú er farið að styttast í réttir, Reykjaréttir verða laugardaginn 15. sept. og hefjast þær klukkan 9:00. Fyrstu menn fóru af stað á miðvikudaginn í göngur en þeir fara allaleið inn að Arnarfelli við Hofsjökul og er sú leit kölluð Sandleit. Smala þá saman 1 Flóamaður, 1 Skeiðamenn og 2 Gnúpverjar auk trússara, næstu menn fara af stað á laugardegi og smala þeir Norðurleit með Sandleiturum. Bætast þá 3 Flóamenn, 3 Skeiðamenn og um 4 Gnúpverjar. Sandleit og Norðurleit eru undir leiðsögn fjalldrottningar Gnúpverja Lilju Loftsdóttur.   Norðurleit er smöluð á mánudegi og splittast síðan smalar í 3 leitir á þriðjudegi, Vesturleit, Austurleit og Gnúpverja. Egilsstaðakot er í Flóa og smala Flóamenn Vesturleit. Næstumenn í vesturleit fara af stað á mánudegi og fara þeir inn á Sultarfit, það eru 5 smalar. Sú hefð er að fjallkóngur komi inn á fit. Fjallkóngur í Vesturleit er Ágúst Ingi Ketilsson á Brúnastöðum. Síðustu smalar fara síðan af stað á þriðjudegi 11 talsins og smala Tanga fer Þorsteinn Logi í Egilsstaðakoti fyrir þeim hóp á þriðjudegi og miðvikudegi. Á miðvikudegi hittast síðan allir smalar í Hallarmúla og smala saman á fimmtudegi niður að Skáldabúðum og á föstudegi niður í réttir. Alls fara 20 smalar fyrir vestur leit á fjall.

Nokkrar staðreyndir um sauðfjárrækt á Íslandi

Hér má sjá nokkrar staðreyndir sem Landsamband Sauðfjárbænda hefur tekið saman:

http://saudfe.is/images/stories/baeklingur_pdf_vefur.pdf

Framtíð fenginn

Framtíðar ræktunar merin mín Framtíð frá Egilsstaðakoti er fenginn með Loka frá Selfossi. Núna er hún komin heim í heima hagana og er þar með Golu frá Egilsstöðum ásamt folaldi hennar undan Ákafa frá Egilsstaðakoti

Framtíð gerði góða hluti á Landsmóti

Framtíð frá Egilsstaðakoti hækkaði sig í 8,26 í hæfileikum á landsmóti og er því kominn í 8,21 í aðaleinkunn og endaði í 8. sæti í 5 vetraflokki hryssna. hér má sjá dóminn og umsögn,Domablad.jsp

Núna er hún síðan kominn undir Loka frá Selfossi sem stóð sig ágætlega á landsmóti og endaði í 3 sæti í b flokki gæðinga. Og verður gaman að sjá hvað kemur undan þessum gæðingum :)