Aðalfundur Hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps var haldinn í Egilsstaðakoti miðvikudaginn 12. jan sl. Á fundinn mættu 32 félagar og inn í félagið gengu 21 nýir félagar og nærri tvöfaldaðist félagatalið, alls eru því nú 47 í félaginu. Á fundinum voru tekin fyrir almenn fundarsköp. Kossnir voru þeir Atli Geir Jónsson í aðalstjórn, Þórir Haraldsson og Jónas Haraldsson í varastjórn  fyrir eru í aðalstjórn þeir Þorsteinn Logi Einarsson og Óðinn Örn Jóhannsson.  Einnig voru ný lög félagsins samþykkt. Loks voru önnur mál rædd og bar þar hæðst sameginleg uppskeru hátíð hrossaræktar félaga flóahrepps sem halda á í Félagslundi laugardaginn 15. janúar nk. og er dagskráin eftirhljóðandi:

Stóðhestakynning.

Kristinn Hugason kynnir Ytra-Dalsgerðirs ræktunina.

Verðlaunaveiting félaganna.

Ný verðlaun verða veitt fyrir hæst dæmda stóðhest og hæst dæmdu hryssu Flóahrepps.
 
Frítt verður inn og veitingar seldar á vægu verði.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnir Hrossaræktarfélaga Flóahrepps

Leave a Reply

 

 

 

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Spam protection by WP Captcha-Free

Ruslpstvrn:

  • malignity