Vefurinn opnaður og vorverkin í fullum gangi

Heimasíðan er nú loksins komin upp þó enn vantar örlítið uppá.

Tilefnið að heimasíðugerðinni var innganga okkar í verkefnið Opinn landbúnað, sem snýst um að opna býli landsins fyrir almenningi til fræðslu.

Hér á bænum eru vorverkin í fullum gangi. Sauðburður gengur vel, yfir 70 kindur bornar og fyrstu lömbinn fóru út í gær og voru heldur betur feginn að komast út í vorið.

Frjósemi er í heldur lakara lagi en lambadauði er lítill og ekki hefur þurft að hjálpa  mikið til við burðinn.
Í ár eru flest lömbin hvít en þó eru líka kominn flekkótt, baugótt, grá og mórauð lömb.

Næstkomandi föstudag mun okkur berast liðstyrkur að norðan, en Pétur Óli litli bróðir Kollu er að koma í vinnu til okkar.

Leave a Reply

 

 

 

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Spam protection by WP Captcha-Free

Ruslpstvrn: