Einn af lykil þáttum þess að ná góðum árangri í gæðum og þyngd lamba er að þau fái gott start að vori. Þá skipta fyrsti mánuðurinn í lífi lambsins mestu máli. Við í Egilsstaðakoti höfum verið að prófa okkur áfram í að brydda upp á nýjungum í vorbeit fyrir féð. Við höfum sáð ríggresi og byggi í apríl og beitt það um leið og það kemur upp. Það hefur reynst ágætlega. Síðast liðið sumar prófuðum við að sá vetrarrúg, sem er tvíær planta. Hún er mjög fljót til að vori og sprettur mjög hratt.
Verkferlið var þannig að við slógum tún um miðjan júlí og plægðum um 1 ha af því, síðan bárum á það 50t af hálmskít beint úr fjárhúsinu og sáðum vetrarrúgnum 20. júlí. Veðrið lék við okkur og það rigndi vel á stykkið svo að viku seinna var kominn græn slikja yfir það. Á réttardaginn 17. sept var komið um 25cm hátt gras á túnið. Næsta mánuðinn var ég með um 60 lömb að jafnaði á túninu. Lömbin virtust þrífast vel á þessu.
Í allan vetur er stykkið búið að vera iðagrænt og er því áætlað að hægt sé að beita það að fullum þunga um mánaðarmótin apríl/maí eða þegar fyrstu lambærnar fara að fara út. Ekki er komið mikið sem 1 korn af tilbúnum áburði á stykkið ennþá en vor stendur til að bera 500kg af NPK 24-4-7 frá yara. Svo er bara að bíða og sjá til hvernig þróunnin verður