Tilhleypingar og sæðingar

Búið er að sortera þann hluta af fénu sem ekki á að sæða og setja hrúta í þær stíur. Á fimmtudaginn 9. des fór Þorsteinn Logi af stað með hrút að leita hvort einhverjar ær væru blesma og tók þær kindur frá því í það stóð til að sæða á föstudag eftir hádegi, það er talað um að ær verði blesma eða séu að ganga þegar þær eru tilbúnar til mökunar. Það á sér stað á 16-17 daga frá miðjum nóv. og stendur yfir í 1-2 daga. Á fösdagsmorgunn fór hann síðan af stað og leitaði í ánum uppúr kl 6 því það á að vera búið að panta sæði fyrir kl 9 og gott að hafa tíman fyrir sér. Þennan morgunninn voru 12 ær blesma 4 kollótar og 8 hyrndar. Hrútarnir sem voru notaðir eru Lagður frá Hrísum/Brún Reykjadal, At frá Hafrafellstungu Öxafirði og Valur frá Melum 2 Árneshreppi en hann er kollóttur. Þorsteinn stefnir að því að sæða allt að 80-100 ær næstu daga og nota sem flesta hrúta til að hafa sem best ásetningsúrval. Það skilar yfirleit bestum erfðaframförum, en einsleit ræktun veldur stöðnun í stofninum.

Leave a Reply

 

 

 

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Spam protection by WP Captcha-Free

Ruslpstvrn:

  • malignity